föstudagur, nóvember 17, 2006

Góð lykt maður!





Ég er svo heppinn að Hrafnhildur mín gaf mér rakspíra um daginn sem er þeim kostum gæddur að alltaf þegar ég set hann á mig þá er lyktin svo góð að ég fer hreinlega í gott skap! Geri aðrir spírar betur..
Annars vorum við Bensi að taka nokkrar myndir hérna útí Svartsengi í frostinu.. úff, hvað það var kalt hérna í gær! -10° og vindkæling uppá -25° samtals um -35°frost!! Enda voru kallagreyin alveg að deyja hérna.

En eins og sést á myndinni af okkur nöfnunum þá er sumum greinilega meira kalt en öðrum, enda yfirmaðurinn mikill fjallagarpur og hefur klifið hæðstu fjöll (í orðins fyllstu merkingu, hann fór á Everest!).

laugardagur, október 21, 2006

Range Rover til sölu


Jæja, ég er með 1 stk Range Rover til sölu þar sem ég þarf víst ekki á jeppa að halda lengur, reyndar er ég mest á því að skipta á honum og leðruðum BMW þannig að ef þið vitið um einhvern sem vill slétt skipti látið mig endilega vita..

Það koma myndir af gripnum á morgun en þetta er grænn Reynsi HSE 4.6 1996 árgerð með svörtu leðri og öllum hugsanlegum búnaði miðað við aldur held ég barasta. Hann er ekinn 180þ (tékka á því á morgun og uppfæri töluna) og er á meðalslitnum dekkjum.

Hann er skoðaður 2006 en ég er að fara að skella honum í 2007 skoðunina hvað úr hverju.

En annars skoða ég öll skipti á hvernig fólksbíl sem er þó svo að Bimminn sé í fyrsta sæti (en ekki hvað?!).

laugardagur, október 07, 2006

"..ha? eru stráhús þarna?"

".. hvernig getur mamma þá verið þarna? hún getur ekki einusinni verið á fjögurra stjörnu hóteli!"

hahahahahaha

miðvikudagur, september 27, 2006

hahahahaha

hey.. pollo alla cacciatora...

Er á fullu að undirbúa matarboðið mitt, Hrafnhildur lætur mig lesa matreiðslubækur spjaldanna á milli, þrífa íbúðina og versla í matinn en hún eldar sko matinn í okkur strákanna.

En jæja best að fara að lesa :)

föstudagur, september 15, 2006

Ammlis

Til hamingju með daginn Alli!

fimmtudagur, september 07, 2006

Ósmekklegt?

Er það ekkert ósmekklegt að prómótera myndina um Jón Pál með slagorðinu :

Risinn með barnshjartað!

Kommon, maðurinn dó úr hjartaáfalli!! úff

Alltaf gaman af aulahúmor

Hló hreinlega upphátt þegar ég rakst á þessa skrítlu á palmar.leti.is

miðvikudagur, september 06, 2006

"Á annasömum degi.."

"...getur komi sér vel að vera í Rugby undirfatnaði!"

Þessi texti er lesinn í auglýsing á karlmannsnærbuxum og á meðan þulurinn er að lesa þennan texta þá er sýnt myndskeið þar sem par á nærbuxum einum fata er í koddaslag uppí rúmi!!!

jáhá!! Heldur betur annasamur dagur og sem betur fer allir vel dressaðir í Rugby naríum!!

hahahaha! Elska heimskar auglýsingar!
 

blogger templates |